Skoðaðu úrval stakra teppa frá Lusotufo og Lano, eða hannaðu þitt eigið frá Fletco. Frá Fletco velur þú lit og áferð og síðan stærð og lögun - að eigin vali.
Modern Art – stöku teppin frá Fletco
Stöku teppin frá Fletco eru bæði hagnýt og falleg. Öll teppin eru með góða mýkt, slitþolin og auðveld í þrifum. Þess utan bæta stök teppi hljóðvist í öllum rýmum.
Stöku teppin frá Fletco eru með sérstökum botni sem eru stamur og því eru teppin stöðug á sléttum gólfum eins og parketi, harðparketi og flísum.
Stöku teppin frá Fletco er hægt að nota hvort sem er á heimilum eða á hótelum, skrifstofum eða öðrum húsakynnum þar sem mikið mæðir á.
Modern Art bæklingur frá Fletco
Efni og litir
Staðlaðar stærðir
Modern Art – stöku teppin frá Fletco
Motturnar má fá í margvíslegum stærðum og formum, hvort sem er lagerstærðir frá Fletco, eða að eftir eigin máli kaupanda. Aðeins hugmyndaauðgi þín ræður för. Hönnuðir Fletco hafa líka reynt að auðvelda þér valið og bjóða 37 mismunandi form í margvíslegum stærðum.
Flokkur A
Rétthyrnd, ferhyrnd, hringlaga.
Hægt er að fá hvaða stærði sem er allt að fjögurra metra breidd.
*Ath. pantanafyrirkomulagið
Breidd = merkt með rauðu lárétt
Lengd = merkt með rauðu lóðrétt
Flokkur B
Form eftir máli en innan fernings.
Lengd og breidd er alltaf hin sama, en stærðin að vali, allt að fjórum metrum
Flokkur C
Form eftir máli, mismunandi að breidd og lengd.
Fyrir þessi form er aðeins gefin upp lárétt breidd (hér í rauðu) og lóðrétt lengd ræðst í hlutfalli af breiddinni.
Við móttöku pöntunar staðfestir Fletco endanlega breidd og lengd.
Verð eru reiknuð út frá mestu breidd og lengd.
Stök teppi eftir eigin höfði
– eins og þér hentar; teiknaðu, málsettu og pantaðu
Modern Art teppin er hægt að fá í þeirri stærð sem þér hentar best. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn! Sendu okkur hugmyndir þínar á rúðustrikuðu blaði með málsetningum og við sendum þér til baka verð og athugasemdir, ef einhverjar eru.
Á teppin þarf enga földun eða kantlímingar.
Hafðu þetta í huga þegar þú pantar:
- Hér sækir þú rúðustrikað pöntunarblað frá Fletco.
- Teiknaðu þína eigin mottu. Hámarksstærð er 4 x 5 metrar. Hver ferningur á rúðustrikaða blaðinu samsvarar 10 x 10 cm.
- Veldu gerð og lit af teppi af skrifaðu á blaðið. T.d. Modern Art 331, litur 350.
- Skannaðu blaðið eða komdu með það til okkar hjá ETC ehf. og við sendum það til Fletco fyrir þig.
- Staðfesting verður send frá Fletco sem þú samþykkir áður en teppið fer í framleiðslu. Afgreiðslutíminn eftir staðfesta pöntun er u.þ.b. fimm vikur.
- Lágmarkspöntun (út frá mestu breidd og lengd) er 1,5 m2.
Hafið þessar reglur í huga þegar staka teppið er hannað. Varist það útlit sem merkt er NEI og OK.