Fletco fær viðurkenningu á Domotex

Domotex, stærsta gólfefnasýning Evrópu var haldin dagana 16. – 19. janúar sl. Sýningin er árlegur viðburður, haldin í Hannover, Þýskalandi, og sýndu þar meira en 1.400 fyrirtæki vörur sína. Gestirnir urðu alls 45.000 frá yfir 100 löndum.

Fyrir sýninguna velur hópur sérfræðinga nokkrar nýjungar á sviði gólfefna sem vekja athygli fyrir góða hönnun og/eða gott notagildi, sem sýnt er á sérstöku svæði undir Innovations@DOMOTEX. Að þessu sinni hlaut Fletco tvær viðurkenningar, annars vegar fyrir nýja teppalínu, Space, sem vakti athygli fyrir sterkar litasamsetning. Space er hægt að fá bæði í teppaflísum og rúlluefni.

Hin nýjungin frá Fletco er zik-zak kantur á teppaflísum í flatvefsteppum. Zik-zak kanturinn gerir samskeytin í teppaflísunum nánast ósynileg.