Í verslun okkar eru komin eintök af vöruhandbók Shaw Contract fyrir 2018. Úrval teppa, teppaflísa og LVT vinýlflísa á alls 534 blaðsíðum. Þúsundir möguleika í vönduðum gólfefnum. Myndirnar í bókinni eru líka uppspretta hugmynda fyrir hönnuði og áhugafólk. Við sendum bókina frítt til hönnuða og arkitekta og lánum jafnframt til annarra sem vilja skoða möguleikana sem boðið er uppá. Úrvalið má auðvitað líka sjá hér á heimasíðu Shaw.
Nýr vefbæklingur frá Fletco
Kominn er út ný vörhandbók frá Fletco á vefnum. 50 blaðsíðna bæklingur með myndum og upplýsingum um teppi og teppaflísar frá danska framleiðandanum Fletco. Hafðið samband við okkur hjá ETC um allar frekari upplýsingar (og verð).
Þá má einnig sjá á þessari síðu á vef Fletco fleiri vefbæklinga um stök teppi, teppaflísalínur o.fl.