Þann 5. mars 2015 opnaði Shaw nýja söluskrifstofu með sýningarsal í London fyrir Bretland og norður Evrópu. Innanhússhönnuðir og arkitektar frá Íslandi er velkomnir í heimsókn og sjálfsagt að fara þangað í heimsókn á vegum ETC fyrir öll stærri verkefni. Í sýningarsalnum gefur að líta hluta þess úrvals sem Shaw býður ásamt því að sýnishorn er hægt að fá af hluta úrvalsins. Þar vinnur einnig fagfólk sem getur leiðbeint um val á efnum, litum og mynstrum og unnið úr hugmyndum kaupenda.