Í verslun okkar eru komin eintök af vöruhandbók Shaw Contract fyrir 2018. Úrval teppa, teppaflísa og LVT vinýlflísa á alls 534 blaðsíðum. Þúsundir möguleika í vönduðum gólfefnum. Myndirnar í bókinni eru líka uppspretta hugmynda fyrir hönnuði og áhugafólk. Við sendum bókina frítt til hönnuða og arkitekta og lánum jafnframt til annarra sem vilja skoða möguleikana sem boðið er uppá. Úrvalið má auðvitað líka sjá hér á heimasíðu Shaw.
Shaw opnar söluskrifstofu í London
Þann 5. mars 2015 opnaði Shaw nýja söluskrifstofu með sýningarsal í London fyrir Bretland og norður Evrópu. Innanhússhönnuðir og arkitektar frá Íslandi er velkomnir í heimsókn og sjálfsagt að fara þangað í heimsókn á vegum ETC fyrir öll stærri verkefni. Í sýningarsalnum gefur að líta hluta þess úrvals sem Shaw býður ásamt því að sýnishorn er hægt að fá af hluta úrvalsins. Þar vinnur einnig fagfólk sem getur leiðbeint um val á efnum, litum og mynstrum og unnið úr hugmyndum kaupenda.